Kærum Breta og kveljum

Greinar

Ljóst er, að brezku skipin á Íslandsmiðum hafa mörg hver þverbrotið alþjóðlegar siglingareglur. Það gildir jafnt um freigáturog dráttarbáta sem togara. Þau hafa siglt í veg fyrir íslenzku varðskipin og jafnvel á þau, auk þess sem þau að öðru leyti sýna ólöglegan glannaskap í nágrenni við íslenzku skipin.

Svo virðist sem engum hafi dottið í hug að kæra þetta athæfi fyrir alþjóðlegu siglingamálastofnuninni í London. Slíkt virðist samt geta verið ágætur áróðursleikur í viðureigninni við Breta. Siglingamálastofnunin getur að visu ekki gert mikið í málinu. En kæran ein gæti, ef hún er studd góðum rökum og sönnunargögnum, komið brezkum stjórnvöldum í klípu og vakið aukna athygli á málstað Íslendinga í landhelgiseilunni.

Sumir segja, að lítið gagn sé að því að kæra Breta fyrir alþjóðastofnununum og öðrum milliríkjastofnunum eins og Öryggisráðinu, Atlantshafsbandalaginu og alþjóðlegu siglingamálastofnuninni, þar sem þessar stofnanir geti lítið gert fyrir okkur, ýmist vegna máttleysis síns eða neitunarvalds Breta. En þetta er ekki rétt. Slíkar kærur vekja mikið umtal á erlendum vettvangi og halda Bretum í varnarstöðu í þorskastríðinu. Við þurfum nú að leggja aukna áherzlu á að sinna slíkum áróðursatriðum af fullum krafti.

Jónas Kristjánsson

Vísir