Kjararáð úrskurðar 28-48% á tekjuhæstu hópana. Næsta mál á dagskrá er að fá ráðið til að úrskurða örorkubætur og ellilaun með sama hætti. Kjararáð hefur raunsærri sýn á kjaraþörf en ríkisstjórnin, sem heldur að öryrkjar og gamlingjar geti lifað á 200 þúsund krónum. Ár eftir ár eru þeir skildir eftir. Rétt er, að Kjararáð fái færi á að bjarga sálu sinni með því að skella 350 þúsund krónum á þessa tvo hópa. Það úrskurði jafnframt, að engir launataxtar verði lægri en það. Þá getum við farið að tala saman um borgaralaun. Öll umræða um laun og bætur eru annars fúsk meðan auðgreifum er gert kleift að stela hundruðum milljarða á ári undan skiptum.