Kristján er stórslys

Punktar

Annað stórslysið í ríkisstjórn öfgagræðginnar er Kristján Þór Júlíusson. Hefur á skömmum tíma breytt Landspítalanum úr alvöru evrópsku sjúkrahúsi í eins konar sjúkraskýli í eyðimerkurstyrjöld. Biðlistar þar lengjast hratt og fólk deyr á biðlistum. Óralangt frá því evrópska sjúkrakerfi, sem þorri þjóðarinnar dreymir um. Aðförin er í andstöðu við yfirlýstan þjóðarvilja í skoðanakönnunum. Hún er markviss aðgerð til að skapa svigrúm fyrir einkavinarekstur í stíl við Albaníu-sjúkrahótel Ásdísar Höllu, sem grætir sjúklingana. Nú er byrjað að albanísera heilsugæzluna. Kristján Þór er stórslys, blindur þræll græðgishyggju Flokksins.