Leysir upp límið

Punktar

Fræðasamfélagið í vestrænni þjóðhagfræði varð hallt undir nýfrjálshyggju undir lok valdaferils Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Felur í sér, að mörkuðum gangi best, þegar þér séu eftirlitslausir. Sé bezta leiðin til að auka hagvöxt. Þessi mantra fór að bila í kreppunni 2008. Núna eru fjölþjóðastofnanir á borð við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að snúa baki við möntrunni. Komið hefur í ljós, að markaðir þurfa ekki bara eftirlit, heldur strangt eftirlit. Eftirlitslausir markaðir leiða til ójafnaðar, sem leysir upp límið í samfélaginu. Ísland hægri stjórnar 2013-2016 er sorglegt dæmi um eyðileggingarmátt nýfrjálshyggjunnar.