Fimm meginmál eru sett á oddinn í ályktun landsfundar Samfylkingarinnar. Aðeins eitt þeirra höfðar til láglaunafólks, fjölgun leiguíbúða. Ekki er þar bent á, hvernig láglaunafólk eigi að borga húsaleiguna. Hin fjögur atriðin höfða til miðstéttarfólks með lífsstíl. Andstaða við borun eftir olíu og þjóðgarður á miðhálendinu eiga að höfða til kjósenda Vinstri grænna. Loks eru tvö hrein lífsstílsmál, lækkun kosningaaldurs og aukinn aðskilnaður ríkis og kirkju. Með þessum fimm höfuðmálum hyggst hin þreytta Samfylking sigla inn í nútíma, sem kallar á annað. Hún kallar á stéttastríð, mannsæmandi laun og auðlindarentu.