Linux gegn Microsoft

Punktar

Rúmlega 20 ríki, allt frá Þýzkalandi til Kína, hafa ákveðið að hvetja opinberar stofnanir til að nota opin og ókeypis stýrikerfi á borð við Linux í stað hins lokaða Microsoft Windows. New York Times og International Herald Tribune tóku undir þetta í leiðara á fimmtudaginn og telja þetta nauðsynlegt til að leysa heimsbyggðina úr læðingi einokunarrisans. Við þekkjum risann af því að hann þvingaði íslenzka menntaráðuneytið til að borga sér morð fjár fyrir að íslenzka stýrikerfið. Um þessar mundir er mikið að koma út af Linux-samhæfðum forritum, t.d. frá IBM og Sun, sem hefur sigað forritinu StarOffice á Microsoft Office. Linux hefur verið þróað með ókeypis vinnuframlagi fjölmargra forritara um allan heim og er bezta dæmi nútímans um samhjálp gegn einokun.