Lofgerð til þjóðarinnar

Punktar

Þú getur gabbað alla einu sinni og suma oftar. En þú getur aldrei gabbað alla alltaf. Sölumenn snákaolíu geta samt gabbað 25% þjóðarinnar ævinlega. Svonefnd heimska Íslendinga felst fyrst og fremst í pólitískri heimsku, sem sumpart felst í óskhyggju, trúgirni og von um vinning í happdrætti. Örþjóð á hjara veraldar hefur um aldir þurft aukaskammt af bjartsýni til að lifa af hallærin. Tengd óbilandi bjartsýni og trúgirni er minnimáttur kotkarla, sem lýsir sér einkum í þjóðrembu og vissu um, að fjölþjóðlegar lausnir gildi ekki um sérstöðu Íslands. Þess vegna ræður hér geðþótti fremur en regluverk.