Píratar hafa skýrt betur hugmyndina um kosningasamstarf stjórnarandstöðunnar. Hún felur ekki í sér sameiginlegt framboð, heldur samkomulag um grundvöll, stjórnarskrá og lýðræðisumbætur. Ennfremur að þetta samstarf verði til skamms tíma. Með þessum hætti lítur málið mun betur út. Raunar eru fleiri atriði, sem andstæðingar bófaflokka ríkisstjórnarinnar eru sammála um, auðlindarentu, hærri lágmarkslaun og fleira. Eðlilegt er að þreifa fyrir sér um slíkt. Finna síðan eftir kosningar, um hvaða mál næst sami meirihluti og næst um grundvöllinn og þá til lengri tíma. Leitið bara með þolinmæði að því marga, sem sameinar ykkur.