Með formann í taumi

Punktar

Bjarni Benediktsson hefur ekki náð sér síðan Davíð Oddsson kom úr útlegðinni á landsfund og yfirtók stemmninguna. Bjarni hefur síðan litið á Davíð sem hinn sanna emeritus. Gerir það, sem Davíð skipar, svo sem að hlýða formanni Framsóknar í einu og öllu. Sjá uppgjöf Bjarna fyrir yfirgangi Gunnars Braga Sveinssonar í viðræðuslitum. Sjá undirgefni Bjarna í ljósasjóvi Sigmundar Davíðs í Hörpu fyrir jól. Hvort tveggja sömu ættar. Davíðarnir tveir teygðu Bjarna úr hægri stefnu yfir í Teboðið. Það er bara samheiti yfir snarbilaða pólitík. Fátt bendir til, að Bjarni hafi verið tregur í taumi í þeirri ferð.