Margtuggið er, hversu mörg og brýn frumvörp ríkisstjórnin þurfi að fá afgreidd á þessu sérstæða sumarþingi. Lengi var ekki hægt að nefna kjördag út af þessum langa biðlista. Skemmst er frá því að segja, að fá af þessum frumvörpum hafa enn litið dagsins ljós. Þingfundum lýkur skömmu eftir að þeir eru settir. Þingmenn dúlla sér smávegis í nefndum á morgnana. Lítið er rifizt, enda virðast helzt einhver embættismannamál vera í umferð. Oft er talað um, að ríkisstjórnir undirbúi sín mál seint og illa. En nú kastar tólfunum. Varla er hægt að halda alþingiskosningar, því að þingmenn neyðast til að ráfa um með hendur í vösum.