Ef einhverjir bjarga heiðri þessa bananalýðveldis, þá eru það þeir, sem standa vaktina í mótmælum. Ríkisstjórnin bjargar hvorki sínum heiðri né þjóðarinnar. Hún er staðráðin að halda áfram auðgreifaþjónustu með stuðningi hinna sjaldséðu þingmanna sinna. Hún er staðráðin að valta yfir allt siðferði í landinu. Í virðulegum erlendum fjölmiðlum, til dæmis Süddeutsche Zeitung, er Ísland kallað bananalýðveldi. Þriðjungur þjóðarinnar er nógu siðblindur til að styðja þessa bófaflokka stjórnmálanna. Takist mótmælendum að bregða fæti fyrir ráðagerðir ríkisstjórnarinnar, munu erlendir fjölmiðlar telja það gáfumerki á Íslendingum.