Kaldastríðsnefnd hefur menn með langa reynslu af læsingu upplýsinga. Hún íhugar, hversu lítið megi upplýsa pupulinn um njósnir og hleranir á vegum valdhafanna á tímum kalda stríðsins. Hún átti að skila af sér fyrir áramót, en tefst fram á nýtt ár. Auðvitað eiga allar þessar upplýsingar að vera aðgengilegar öllum, ekki bara innvígðum. Eigi að síður verður niðurstaða nefndarinnar, að bara innmúruðum skuli veita aðgang og á takmarkaðan hátt. Þetta er nefnilega eitt af feimnismálum valdhafanna, sem pupullinn er ekki talinn hafa gott af að kynnast.