Níðingsmjólk

Punktar

Vegna búvörusamnings og einokunarverzlunar í landbúnaði er Ísland helfrosið í úreltum verkferlum. Ekki fæst upprunavottuð vara, nema kannski svæðisvottuð á borð við Fjallalamb. Haldið þið ekki, að það væri munur, ef kostur væri á Gunnarsstaðalambi með mynd af Steingrími J. Sigfússyni. Hér er enginn ostur framleiddur, bara eftirlíkingar af krydduðum smurosti og gúmmíosti. Öfugt við Frakkland, sem framleiðir 400 mismunandi osta og rauðvín með vottaðan uppruna frá tilgreindum hluta einnar fjallshlíðar. Hér fer allt í eina súpu, venjuleg mjólk og mjólk frá dýraníðingum, sem við viljum ekki þurfa að kaupa. Neytendur eiga enga aðild að búvörusamningi. Burt með hann.