Notum skiljanleg orð

Punktar

Ég er gamlingi og það má kalla mig gamlingja, það skilst. Ákveði ég annað, svo sem að orðið þýði aumingi, þá er það minn vandi, ekki þeirra sem deila við mig. Sé ég geðveikur, þá er ég geðveikur. Sé ég vænisjúkur, er ég vænisjúkur. Sé ég sjálfhverfur, er ég sjálfhverfur. Þetta skilst allt. Flókin orðasambönd fela í sér firringu frá veruleika. Einkum þegar sjúkdómarnir eru orðnir ADHD, MS-DOS eða FAAS, þá skilur enginn neitt. Verum jákvæð orðum, sem skiljast. Stundum er ég sagður orðljótur. Er viðurkenning á sjaldséðum kosti, að ég kunni íslenzku. Segi ég pólitíkus vera fífl og fól, er ég ekki að ýkja, hann er fífl og fól.