Nýjasta sparnaðarráð ríkisstjórnarinnar er að fjölga seðlabankastjórum í þrjá. Um leið gefst tækifæri til að ráða tvo menn, sem passa upp á, að bankinn hlýði peningadellum ríkisstjórnarinnar. Til að auðvelda þetta á líka að hvíla leynd yfir nöfnum umsækjenda. Þá verður minni umræða um, hvernig minna hæfir menn eru teknir fram yfir meira hæfa. Þetta er í ósamræmi við kröfu nútímans um opnari stjórnsýslu. Þegar ríkisstjórnin vill svindla og svínast, er peningaskortur engin fyrirstaða. Þegar alþýðan þarf grið fyrir árás stjórnvalda á lífskjörin, eru hins vegar ekki til neinir peningar. Þetta er sjálfvirkt náttúrulögmál.