Oft hafa framgjarnir puðað við að koma sér á framfæri sem höfundar/stjórnendur leikhúsverka. Hafa stundum gripið til þess að nýta sér þekkt nöfn, sem kalla á leikhúsgesti. Búa til nútíma samsetningar og skella á þær gömlum nöfnum höfunda og leikverka. Þannig hefur einkum Shakespeare verið misnotaður. Ég man óljóst eftir Jónsmessunæturdraumi rússnesks leikstjóra (Dmitry Krymov?). Það var fyrir aldamót í mér gleymdu leikhúsi sunnan við Thames í London. Þar glitti ekkert í Shakespeare, en mikið af látum og hávaða. Þetta þótti þá mjög fínt, en ég kunni ekki að meta gabbið. Mér hefur hvorki tekizt að gúgla leikstjórann né leikhúsið.