Bandaríkin eru komin í nýtt stríð, gegn Sómalíu. Þetta er óbeint stríð. Heimsveldið styður við bakið á einu þekktasta ofbeldisríki Afríku, Eþiópíu, sem hefur í fjóra áratugi átt í stríði við Erítreu. Öll eru ríkin þrjú í hópi fátækustu ríkja heims og ættu að hafa öðrum hnöppum að hneppa en stríði. Bandaríkin hafa útvegað Eþiópíu hergögn og peninga til að ráðast inn í Sómalíu. Einræðisríkið er peð í tafli Bandaríkjastjórnar, sem vill ráða siglingum við suðurenda Rauða hafsins. Herstjóri Bandaríkjanna í Írak, John Abizaid, heimsótti einræðisstjórn Eþiópíu fyrir jólin.