Páfinn banni

Punktar

Til marks um vitleysuna, sem veður um lönd múslima, er krafa Najef prins, innanríkisráðherra Sádi-Arabíu um, að páfinn í Róm banni teikningar af Múhameð spámanni, þótt páfinn hafi ekki bannað teikningar af Kristi og geti raunar ekki bannað eitt né neitt. Hugmynd ráðherrans sýnir í hnotskurn, að þjóðir spámannsins hafa enga hugmynd um, hvernig vestrænt þjóðfélag virkar og hvað það er, sem hefur lyft því upp úr eymd og volæði fyrri alda. Það er gersamlega úti af kortinu að láta hótanir um hryðjuverk víkja okkur frá vestrænum forsendum.