Parísartízka í frostinu

Punktar

Ég var að endurlesa bók Jared Diamond, Collapse, þar sem meginkaflinn segir frá umhverfis-sjálfsmorði frænda okkar í Grænlandi 980-1410. Hann rekur, hvernig þeir neituðu að læra lífsbaráttu af skrælingjum. Þeir lærðu ekki að veiða hringanóra og hvali, heldur rústuðu landinu með sauðfé. Þeir lærðu ekki að beita atvinnutækjum skrælingja, svo sem húðkeipum og skutlum. Þeir lærðu ekki að lifa af hafinu, en treystu á hrokann og heimskuna, sem svo oft veldur straumhvörfum í mannkynssögunni. Þeir fylgdu Parísartízku hvers tíma og voru magnþrota gegn náttúruöflum Grænlands.