Guðlaugur Þór Þórðarson hljóp undan plagginu og skildi Vigdísi Hauksdóttur eina eftir með byrðina. Baðst embættismenn afsökunar á að hafa sakað þá um landráð. Haraldur Benediktsson nefndarmaður fékk hland fyrir hjartað, er honum var bent á, að plaggið fæli í sér lögbrot. Sakaði ráðuneytisstjóra fjármála um að hafa ævareiður hótað sér öllu illu fyrir aðild að málinu. Haraldur sór plaggið af sér. Það hóf göngu sína sem skýrsla meirihluta fjárlaganefndar og endaði sem óþinglegt plagg á vegum Vigdísar einnar. Orðið fremur snautlegt upphlaup, sem forseti alþingis hefur að sjálfsögðu skóflað burt sem óþinglegu fyrirbæri.