Prestar segi upp

Punktar

Fordómaprestar neita að veita þjónustu og segjast hafa „samvizkufrelsi“. Sem opinberir starfsmenn hafa þeir ekkert slíkt frelsi. Þeir verða að þjónusta alla jafnt, burtséð frá eigin fordómum. Tækju aðrir embættismenn upp á að fela sig bak við newspeak af þessu tagi, væri fótunum kippt undan opinberri þjónustu. Væru fordómaprestar vígslubiskupar í ofsatrúarsöfnuði, gætu þeir hagað sér eins og fífl. En sem opinberir embættismenn á ríkislaunum hafa þeir engan rétt á að mismuna fólki eftir eigin fordómum. Þeir geta bara leyst málið með því að segja upp starfi. Gott væri raunar að losna við Kristján Val Ingólfsson af launaskrá.