Hlutabréf í brezkum bönkum falla daglega í verði eftir Brexit. Viðskipti með bréf í Barclays og Royal Bank of Scotland voru stöðvuð í kauphöllinni. Gengi Lloyds hríðfellur daglega. Fjölþjóðabankar ráðgera flutning til Frankfurt, þar sem London verður ekki lengur aðgöngumiði að Evrópu. Frankfurt tekur við af London sem bankamiðstöð Evrópu. Banksterar í London gráta hástöfum, en auðvitað hefur enginn samúð með þeim. Pundið hefur fallið meðan evran heldur velli og krónan rís eins og íslenzka landsliðið. Til að kóróna vandræðin vantar bara, að enska landsliðið falli í kvöld eins og pundið og bankarnir í London.