Siðanefnd sveitarfélaga hefur kveðið upp úrskurð um eign kjörinna fulltrúa á huldum reikningum í skattaskjóli aflandsfélaga. Telur eignarhaldið stríða gegn reglum um hagsmunaskráningu. Feli þar að auki í sér misnotkun á almannafé vegna áhrifa á skatttekjur yfirvalda. Þetta snýst um borgarfulltrúana Júlíus Vífil Ingvarsson og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Slíkar siðareglur gilda ekki um þingmenn, bara um hagsmunaskráningu þeirra. Þrír ráðherrar voru uppvísir að eignarhaldi á slíkum reikningum. Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal sitja enn sem ráðherrar. Það jafngildir því, að þau tvö æli daglega framan í borgarana.