Útreikningar Ágústs Einarssonar prófessors sýna, að listir og menning eiga 5% landsframleiðslunnar. Í samanburði á sjávarútvegur 9% og stóriðja 1%. Að auki eiga listir og menning stóran þátt í byltingu ferðaþjónustu. Ætli Björk ein jafngildi ekki allri stóriðju á Íslandi. Segið svo að menning sé bara „eitthvað annað“. Aðeins rauðhálsar á borð við þingmennina Gunnar Braga og Jón Gunnarsson trúa því. Umhverfisvernd, menning og listir skila sjálf og í ferðaþjónustunni meiru í landsframleiðslu en öll stóriðja landsins og sjávarútvegur. Íhaldsmenn og aðrir rauðhálsar og jarðýtuvinir alþingis skilja hins vegar ekki nútímann.