Reynsla eða ritning

Punktar

Frjálshyggja hefur víða verið reynd, einkum í Bandaríkjunum. Tekur oftast á sig mynd haturs á ríki og sköttum. Í því skjóli er jagast á ríkiskerfi heilsu og velferðar og reynt að koma óorði á það. Svo sem hér á landi. Hefur ekki tekizt. Þorri þjóðarinnar hafnar einkarekinni heilsu og velferð. Vill mannlegt samfélag að norrænni og norðurevrópskri fyrirmynd. Talsmenn frjálshyggju vilja ekki tala um neina reynslu, bara um heilaga ritningu. Segja Bandaríkin eða Flokkinn ekki nota Sanna Frjálshyggju. Flýja inn í útópíu kirkjufeðra, einkum í rit Hayek eða Rand. Þægilegra er að þylja möntrur en að ræða fjölbreytta reynslu þjóðanna.