Ritskoðun í þágu Ísraels

Punktar

John Pilger, höfundur heimildakvikmyndarinnar “Palestine is still the issue” skrifar þrungna kjallaragrein í Guardian í dag, þar sem hann segir frá erfiðleikum sínum og annarra við að koma réttum upplýsingum um deilu Ísraels og Palestínu á framfæri í brezkum fjölmiðlum. BBC er að hans sögn mjög hallt undir Ísrael og hagar orðalagi frétta í samræmi við það. Sendiráð Ísraels er mjög duglegt við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í Bretlandi og nýtur stuðnings harðskeyttra málafylgjumanna. Hvenær fáum við að sjá þessa ágætu heimildakvikmynd í sjónvarpi á Íslandi?