Enn lengist röð óranna. Eftir Landeyjahöfn og Vaðlaheiðargöng kemur hraðlest til Keflavíkurvallar. Kostnaður auðvitað vanáætlaður um 90-100 milljarða. Fluglest til Gardermoen kostaði 200 milljarða, en Leifsstöðvar-lestin er sögð kosta 106 milljarða. Vegalengd er svipuð. Gardermoen-lestin flytur 6 milljónir farþega á ári. Hér verða farþegar 0,5 milljónir. Með sama fargjaldi kostar miðinn 4.800 krónur. Verði hann dýrari, fara menn frekar á bíl. Greinilega dæmi, sem ríkið má ekki snerta með töngum. Og enn síður steypa sér í ábyrgðir. Lífeyrissjóðir verða væntanlega ginntir. Er það ekki orðin venjan að sparka í gamlingjana?