Samráð um fáokun

Punktar

Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu koma ytri verðlækkanir neytendum ekki til góða. Verzlanir lækka ekki verðið. Tvær verzlunarkeðjur stjórna verðlagi á innfluttri matvöru neytendum í óhag. Hér ríkir fáokun, samráð fárra um verðlag. Við vissum þetta áður um eldsneytið. Benzínstöðvar hækka verð í takt, þegar verð hækkar erlendis. En lækka treglega, seint eða ekki, þegar það lækkar. Fólk verður ekki vart við neinn markaðsbúskap hér á landi. Kenningum frjálshyggjunnar er bara ekki beitt. Auðmagnið er sátt við sína einokun. Þessu almenna þrælahaldi verður aðeins breytt með umfangsmiklum „eftirlitsiðnaði“, refsingum og fangavist.