Sigrar með furðuleikjum

Punktar

Nýja skákforritið Alpha Zero gersigraði heimsmeistara tölva, Stockfish, 28-0, í 100 skákum. Stockfish teflir eins og beztu skákmenn, Alpha Zero eins og geimvera. Stockfish teflir jafnteflislega, en Alpha Zero teflir eins og brjálæðingur. Fórnar peðum og mönnum út og suður til að ná taktískum yfirburðum í stöðu. Alpha Zero lærði nefnilega bara mannganginn og lét alla sögu skáklistar eiga sig. Kenndi sér sjálf skáklistina, kastaði út mannkynssögu hennar. Leikur furðulega leiki, sem reynast innsæir. Alpha Zero kann ekki bara splunkunýja skák, heldur leikur sömu listir í annars konar forritun. Tölvan er komin fram úr fólki og tekur við af því.