TISA samningsuppkastið gefur risafyrirtækjum réttarstöðu þjóðríkja gagnvart fullvalda ríkjum. Ágreiningsmál fara fyrir leynilegar dómnefndir, sem meðal annars eru skipaðar lögmönnum frá fyrirtækjunum. Engin leið er að áfrýja niðurstöðunni. Reynslan sýnir okkur afleiðingarnar. Í hverju tilviki siga risafyrirtækin hundrað lögfræðingum á fullvalda ríki. Mörg mál eru þegar hafin og úrskurðir hafa valdið þjóðum æðisgengnu tjóni. Philip Morris kærði Ástralíu fyrir merkingar á sígarettupökkum og vann. Azurix-Enron og Suez kærðu Argentínu fyrir aðvaranir gegn eitruðu drykkjarvatni og unnu. Þetta eru stærstu mál jarðar: Gráðug risafyrirtæki kreista blóðið úr ríkjum og þjóðum.