SIngi teygir lopann

Punktar

Forsætisráðherra kemst enn upp með að nefna ekki kosningadag, þótt október sé nefndur. Af ásettu ráði til flækja málin og halda stjórnarandstöðu í gíslingu óvissunnar. Þrátt fyrir ringulreiðina eru flestir farnir að undirbúa kosningar í október. Óvíst er, að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn. Það fer auðvitað eftir úrslitum kosninganna. Með viljandi töfum má lengja tímann upp úr viku í heilan mánuð. Þá er farið að síga á seinni hluta nóvember og óvíst að þing komi saman fyrr en í byrjun janúar. Þá þarf að gera breytingar á fjárlagafrumvarpi fráfarandi stjórnar, þegar fjárlagaárið er hafið. Það er Sigurði Inga að kenna.