Lífskjör fátækra hrundu í hruninu í október 2008, lífskjör láglaunafólks og fólks sem nýtur velferðar. Ríkisstjórnin, sem var við völd 2009-2013, reyndi að draga úr þjáningu fátækra innan ramma samdráttarins. Aðalverkefnið var þó að halda sjó í ríkisrekstri, þannig að árangur var takmarkaður. Stjórnin, sem tók við 2013, hefur hins vegar engar hömlur í árásinni á lífskjör fátækra. Hefur skorið niður ríkistekjur með afnámi auðlegðarskatts og skerðingu auðlindarentu. Þar með setti hún Landspítalann á hliðina og skar niður velferð kruss og þvers. Auðsveip félög launþega hafa verið í losti og eru kannski fyrst að vakna núna.