Lífeyrissjóðir setja þjóðina á vonarvöld. Hafa þegar étið verkalýðshreyfinguna og gert hana að handbendi atvinnurekenda. Hagsmunir peninga sitja ætíð framar hagsmunum launafólks. Fjárfesta í fáokunar-fyrirtækjum, sem vilja frið til að ofsækja starfsfólk. Brenna fé í sukki, svo sem rándýrum skipum til að þjónusta ímyndaða olíupalla á Drekasvæðinu. Fjárfesta í húsaleiguokri fasteignafélaga. Gert er samkomulag, SALEK, um þak á launahækkanir og seinkun lífeyrisaldurs. Hann á fyrst að hækka í 70 ár og síðar upp í 80 ár. Loks að gera eignaupptökuna afturvirka, þótt raunar sé ólöglegt að hirða áunninn lífeyrisrétt af fólki.