Brynjar Níelsson er einn þeirra þingmanna, sem fullyrðir á færibandi, að farið sé að lögum, þegar vafi leikur á, að svo sé. Hefur tekið við hlutverki Vigdísar Hauksdóttur fyrrverandi þingmanns. „Þetta er ruglumræða“ segir hann um kröfuna um endurbætt lög um forsendu úrskurða Kjararáðs. Björn Leví Gunnarsson bendir á, að frá Kjararáði vanti útskýringar á, hvers vegna það kemst að einni útkomu um laun þingmanna, en ekki annarri. Ný lög þurfi að skerpa skilgreiningar á starfi Kjararáðs, svo úrskurðir þess fari ekki út af korti almennrar launaþróunar. Því svarar Brynjar með óútskýrðum skætingi um „galið“ „óþolandi“ „þetta rugl“.