Smákrakkar í sælgætisbúð

Punktar

Hlutafélagavæðing opinberra fyrirtækja er samfellt skrípó. Isavia er skrípó, Íslandspóstur er skrípó, Strætó er skrípó og Ríkisútvarpið rúllar í sömu átt.
Það er rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur, að þetta er „allt sama steypan“. Tíu bossar hjá Isavia hafa bíl á vegum fyrirtækisins. Aðalyfirforstjórinn er með frúna í ferðalögum í útlandinu á kostnað einkavæddu einokunarinnar. Vigdís segir réttilega: „Forstjórar og stjórnir ohf félaga ríkisins haga sér eins og smákrakkar í sælgætisbúð – og svo er sagt við fjárveitingavaldið – ykkur kemur þetta ekki við.“ Þessi einkavinavæðing um bakdyrnar hefur gengið sér til húðar.