Undantekning á harðindum ferðamanna á Spáni er rauðvínið. Liðin er sú tíð, að menn þurfi að spyrja um Riocha til að fá frambærilegt borðvín. Flest héruð bjóða nú ágæt staðarvín, sem eru á matseðlum, oftast úr tempranillo vínberjum, en stundum úr blöndu með cabernet sauvignon undir áhrifum frá Frakklandi. Samferðafólk mitt var almennt ánægt með þessi staðarvín, en var minna hrifið af sterkari drykkjum á borð við brandí með kaffi. Á hótelum eru Spánverjar sem betur fer ekki með amerískt kaffivatn í morgunmat, heldur sterkt kaffi, ekki alveg eins gott og espresso, en frambærilegt.