Ítalskir og indverskir, kínverskir og japanskir, franskir og bandarískir veitingastaðir eru í hverri einustu borg, sem er borg með borgum í hinum vestræna heimi. Spánskir matstaðir eru hins vegar ekki algengir. Á því er einföld skýring. Spönsk matreiðsla er léleg, ef undan er skilið Baskaland á norðurströnd landsins. Spönsk matreiðsla einkennist af tapas, smáréttum, sem jóðla í olífuolíu, og paella, sem er hrísgrjónaréttur langt að baki ítölsku risotto. Spánskir kokkar hafa ekki lag á að láta hráefnin njóta sín. Þeir eru uppteknir af gamaldags sósum og arabískum langtímasuðum.