Spilling Þingvallanefndar

Punktar

Hæstiréttur telur sig hafinn yfir lög og reglur. Kjararáð er líka slíkur klúbbur eigendafélags Íslands. Þriðja fyrirbærið af því tagi er Þingvallanefnd, sem á að passa þjóðgarðinn. Í staðinn veitir hún lóðum til gildra lima í eigendafélaginu. Veitir byggingaleyfi við vatnið vestur frá Þingvallabæ. Sé byggt þar í óleyfi, veltir hún vöngum um, hvort kaupa skuli smíðina á okurverði. Vælir um að hafa ekki ráð á að kaupa framkvæmdirnar á 70 milljónir. Fjallar ekki um það sjálfsagða að beita niðurrifsvélum á þessa grunna og draga hina seku fyrir dómstóla. Þetta eru allt nefnilega allt gildir limir í eigendafélaginu. óháðir lögum og reglum.