Stéttaskipting magnast

Punktar

Ég næ því ekki, að Hæstiréttur skuli leggja hluta málsvarnarlauna bankagreifa á herðar skattgreiðenda. Ekki eru dómararnir svo örlátir við fátæka og aumingja. Ekki er nóg með, að bankagreifar og auðgreifar fái þúsundfalt léttari dóma en auralausir, sem stela sér til matar. Njóta líka sérstakrar aðstoðar við að fá sér hersveitir ósvífinna lagatækna. Sem ganga út og spilla málum, þegar þeim þóknast. Af hverju halda þessir lagatæknar fullum réttindum til að leika sér með brenglað réttarfar? Svo búa dæmdir auðgreifar og bankagreifar á hóteli, meðan aumingjarnir fara á Litla-Hraun. Þetta er hið stéttskipta Ísland í dag.