Fyrirtæki styrkja ekki flokka af því að þau séu að hvetja til betri stjórnmála. Þau eru ekki að „leita að lýðræðisumbótum“. Þau eru ekki fólk með hugsjónir, heldur rekstur um hagsmuni og hámarksgróða. Styrkir þeirra eru hættulegri en ríkisstyrkir, sem ganga til allra eftir skilgreindum formúlum. Að kalla styrki fyrirtækja „frjáls framlög“ gefur þeim ekkert siðferðilegt vægi. Þegar flokkar taka við styrkjum fyrirtækja, telja stjórnendur fyrirtækja sig vera að kaupa velvild. Því styrkja kvótagreifar Flokkinn sinn, en ekki aðra flokka til jafns. Í augum almennings tapa flokkar trúverðugleika við að þiggja styrki fyrirtækja.