Svandís Svavarsdóttir ber ábyrgð á lokun Kvikmyndaskólans. Hún hafði ekki burði til að höggva á hnútinn. Setti málið að lokum í langvinnan farveg, sem gerir skólanum ókleift að hefja kennslu. Þetta er dæmigert mál, þar sem báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls. Í stað þess að leysa málið með einu pennastriki, hefur Svandís komið því í illleysanlegan hnút. Verkleysa hennar er í ósamræmi við vilja ríkisstjórnarinnar og stuðningsliðs hennar á þingi. Ráðherrar eiga að hafa burði til að höggva á hnúta, sem kontóristar þeirra framleiða. Einhver millivegur hefði verið fær, en Svandís kaus að klúðra.