Svona virka borgaralaun

Punktar

Borgaralaun gætu verið svona: Allir fá 400.000 krónur á mánuði. Kostar 1200 milljarða. Frá því dragast 400 milljarðar í skatta, svo að nettó fjárþörf er 800 milljarðar. Á móti sparast 100 milljarðar í afnámi örorku, atvinnubóta og ellilífeyris ríkisins. Skattur á fjármagnstilfærslur milli mynta að frönskum hætti gæfi 100 milljarða. Full auðlindarenta á kvótaveiðar og stóriðju og fullur vaskur á ferðaþjónustu gæfi 100 milljarða. Skattur á fjármagnstekjur til jafns við launatekjur gæfi 100 milljarða. Restin, 400 milljarðar, næðist í lækkun launa og lífeyris úr sjóðum um 50% á móti borgaralaunum. Allar tölur eru hér gizkaðar, án ábyrgðar og kalla á leiðréttingar talnafróðra.