Sykurneyzla er fíkn

Punktar

Samtök iðnaðarins hafa fengið sér næringarfræðing, eins og hagsmunasamtök hafa löngum gert. Hlutverk fræðingsins er að segja vörur félagsmanna vera hollar og næringarríkar. Ragnheiður Héðinsdóttir segir í Fréttablaðinu í dag, að sykur sé ekki ávanabindandi. Kemst að þeirri niðurstöðu með því að skipta fíkn í tvennt, efnisfíkn og hegðunarfíkn. Matarfíkn sé bara hegðunarfíkn og tengist því ekki sykri frekar en öðrum matvælum. Hún er þarna á hálum ís, því að algeng meðferð við ofáti er að skera niður neyzlu á viðbættum sykri. Ástæðan er sú, að margir telja viðbættan sykur vera lystaukandi og leiða þannig til of mikillar neyzlu.

Gúglið „added sugar addictive“ til að finna rökstuðning fyrir ríkjandi meðferðarúrræðum.