Syriza rakar að sér fylgi. Flokkur, sem var næsta óþekktur fyrir þremur árum í Grikklandi, fékk 36% atkvæða í janúar og er í könnunum kominn upp í 48% fylgi. Samt hafa Tsipras forsætis og Varoufakis fjármála undirgengizt flestar kröfur Evrópusambandsins og Alþjóðabankans. Grikkir treysta þeim samt til að halda uppi reisn Grikklands í skuldastríðinu. Slíkt skiptir Grikki miklu máli, þótt það sé tvíeggjað. Grikkir hafa gefizt upp á fyrri stjórnarflokkum, sem lofuðu Evrópu öllu fögru. Ráku samt bara skúringakonur hins opinbera, en vernduðu hina ofsaríku skattsvikara. Grikkir trúa, að Syriza muni hreinsa grísku spillinguna.
(Guardian)