Þar vildi ég vera

Punktar

Evrópa er góð. Vildi búa þar, væru hér ekki hestar, óbyggðir og fjölskylda (ekki í þessari röð). Í Evrópu ríkir friður, lítið um hryðjuverk og glæpi. Öflugt félagsöryggi, voldug menningarsaga, virðing við umhverfið. Hvergi minna misrétti og minni spilling en í Evrópu. Ævilíkur eru hvergi meiri og íslenzkir kjósendur eru víðs fjarri. Gæti vel hugsað mér að búa mitt á milli Parísar, Bruxelles og München. Sennilega í Alsace, kannski Þýzkalandsmegin því að ég tala sæmilega þýzku. Evrópa er engin miðja alheimsins, en hún er öllum álfum til fyrirmyndar. Ber af Íslendingum eins og gull af eiri.