Þarf að bera Bjarna út

Punktar

Bjarna Benediktssyni tókst í tæpt ár að tefja kaup skattrannsóknastjóra á lista yfir eigendur reikninga í skattaskjólum. Sagði lista frá nafnlausum aðila ekki vera merkilegt plagg. Tregðaðist við að láta ráðuneytið borga, fannst upphæðin of há. Var hún þó bara krækiber í helvíti skattsvikanna. Fyrir rest varð hann þó að gefa eftir. Nú er komið í ljós, að fyrirtæki hans sjálfs er í skjölunum, svo og föður hans. Bjarni og öll hans ætt Engeyinga eru braskarar, sem nota pilsfald ríkisins til að komast yfir fé og fela. „Pólitískar árásir sem beinast að mér persónulega“, segir Bjarni. Það á að bera braskarann út úr ráðuneytinu.