Ekki er vandræðalaust að vera í bandalagi við Bandaríkin. Í þriðja heiminum treysta þau ævinlega á verstu bófana. Miðaldagreifa á Arabíuskaga og íslamista í Tyrklandi, sem styðja hryðjuverkamenn leynt og ljóst. Þess vegna var stríð Bandaríkjanna við Isis að mestu leyti sýndarmennska. Eins og kom í ljós, þegar Rússar tóku frumkvæði. Nú hafa íslamistar í Tyrklandi ögrað heimsfriðnum með því að skjóta niður rússneska herflugvél. Bandaríkin bera auðvitað í bætifláka fyrir bófana í Tyrklandi. Einu sinni átti Nató að takmarka sig við Evrópu, en langt er síðan það efndi til ófriðar og fjöldamorða víðs vegar um heiminn.