Þrír Kastróar

Punktar

Yfirgangur Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku hefur margfaldað óvini þeirra. Nú er ekki lengur einn Castro á Kúbu, heldur annar í Venezúela og hinn þriðji kominn til valda í Bolivíu. Uppgangur róttækra manna af því tagi byggist á sárri fátækt almennings og hamslausri græðgi yfirstéttarinnar. Þegar bandarískir ráðgjafar hafa nógu lengið látið siga hermönnum á almenning í rómönsku Ameríku, snýst hann að lokum gegn öllum kvölurum sínum. Og fólkið í álfunni kennir frjálsri verzlun og hnattvæðingunni um döpur örlög sín.