Þrjú vandræðaríki

Punktar

Óforsvaranlegt er, að yfirvöld í Íran skuli ítrekað bannfæra Salman Rushdie og leggja stórfé til höfuðs honum. Óforsvaranlegt, að yfirvöld í Sádi-Arabíu skuli fjármagna öfgamoskur um allan heim. Óforsvaranlegt er, að yfirvöld í Tyrklandi skuli stefna heimsfriðnum ítrekað í voða í skjóli aðildar að Nató. Þetta eru þrjú öflugustu ríki múslima nú á dögum. Vesturlönd þurfa að taka saman höndum um að vinna gegn voðaverkum og yfirgangi yfirvalda þessara ríkja. Líka þarf að tryggja, að ekki sé slegið af siðum, venjum og lögum veraldlegra ríkja í þágu of harðskeyttrar fjölmenningarstefnu. Við þurfum að forðast samkrull við miðaldir.