Þúsundáraríki á krossgötum

Punktar

Þúsundáraríki vesturlanda er komið að krossgötum og hugsanlega að leiðarenda. Samfelldur friður í Evrópu og Ameríku er rofinn, sumpart að innan og sumpart að utan. Þrennt stendur upp úr. 1. Að mestu hafnar Austur-Evrópa gildum Vestur-Evrópu og magnar stjórnarfar þjóðrembu. 2. Heimsfyrirtæki valta yfir þjóðríki, samanber TISA, TTIP og TPP, og rupla almenning inn að skinni. 3. Landhlaup múslima um Evrópu setur allt á hvolf og framkallar sigurgöngu þjóðrembinga. Vesturlönd skortir innri þrótt til að mæta þrefaldri ögrun. Of veikgeðja til að verja þúsundáraríkið, rótgróinn arf endurreisnar, þekkingar og mannréttinda.